Arnold Classic Europe 2012 promo
Eitt stærsta mót ársins í fitness, módelfitness og vaxtarrækt fer fram um næstu helgi í Madríd á Spáni þar sem rúmlega 700 keppendur víðsvegar að úr heiminum mætast. 12 íslenskir keppendur eru skráðir til keppni á mótinu en þeir keppa í bæði fitness, módelfitness og vaxtarrækt. Þar eru saman komin mörg af stærstu nöfnunum hér á landi. Spennan verður því mikil á föstudaginn þegar keppnin hefst, en vonir standa til að gengi íslensku keppendana verði betra en um síðust helgi á heimsmeistaramótinu þar sem enginn íslensku keppendana komst í 15 manna úrslit. Dómaraáherslur geta verið mismunandi á milli móta og því er ekki hægt annað en að vona en að úrslitin verði okkur í hag um helgina.
Keppnin fer fram í nýrri og glæsilegri 22 þúsund fermetra keppnishöll sem tekur 5000 áhorfendur og samhliða halda fjölmörg fyrirtæki kynningar á vörum og þjónustu sem varða líkamsræktargeirann. Keppendaliðið frá Spáni samanstendur af 75 keppendum og rússar senda 38 keppendur. Íslendingar geta borið höfuðið hátt þar sem líklegt er að við eigum þátttökumet miðað við höfðatölu. Keppendur spanna allt sviðið í líkamsrækt heimsins í dag hvað það varðar að á svið stíga bestu og fallegustu módelfitnesskeppendur heimsins og einnig stærstu og hrikalegustu vaxtarræktarmennirnir. Í yfir 100 kg flokki í vaxtarrækt eru 33 keppendur.
Íslensku keppendurnir eru eftirfarandi:
Alexandra Nikulásdóttir | Bodyfitness over 168 |
Margrét Gnarr Jónsdottir | Women´s Bikini upto 168 |
Margrét Lára Rögnvaldsdóttir | Women´s Bikini over 168 |
Einhildur Ýr Gunnarsdóttir | Bodyfitness over 168 |
Hugrún Árnadóttir | Bodyfitness over 168 |
Elín Kragh | Women´s Bikini over 168 |
Karen Lind Ríkarðsdóttir | Women´s Bikini over 168 |
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir | Women´s Bikini over 168 |
Kristín Guðlaugsdóttir | Women´s Bikini upto 163 |
Hafdís Elsa Ásbergsdóttir | Junior Women Bodyfitness |
Magnús Bess Júlíusson | Master Men 40-49 over 90 |
Magnea Gunnarsdóttir | Women´s Bikini over 168 |