Um næstu helgi fer fram svonefnd Fitnesshelgi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta er í fimmtánda sinn sem Íslandsmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna er haldið um páskahelgina og ætla má að fjöldi áhugafólks um líkamsrækt stefni til Akureyrar um helgina eins og undanfarin ár.
Á laugardag verður spennan í hámarki þegar Íslandsmótið í fitness og módelfitness hefst klukkan 18.00 í Íþróttahöllinni. Keppt er í einum opnum flokki í fitnessflokki karla, en tveimur hæðarflokkum í fitness kvenna, yfir og undir 163 sm. Einnig er keppt í tveimur flokkum í módelfitness.
Dagskrá fyrir áhorfendur
Kl 12.00: forkeppni í módelfitness og keppni í 500 m róðri í vél, upptogi og dýfum.
Kl 18.00: Íslandsmótið í fitness og módelfitness.
Miðaverð á föstudag er kr. 1.500,- og 2.000 á laugardag.