Íslandsmótið í fitness, módelfitness og vaxtarrækt fer fram dagana 5. og 6. apríl í Háskólabíói. Alls eru um 160 keppendur sem stefna á keppni og nú er búið að birta nákvæma dagskrá fyrir keppendur. Vigtun og mæling keppenda fer fram miðvikudagskvöldið 4. apríl en forkeppnin í módelfitness hefst klukkan 11.00 á fimmtudag og úrslit klukkan 18.00. Á föstudag hefst forkeppnin klukkan 12.00 og úrslitin klukkan 18.00.

Hafa ber í huga að tímasetningar fyrir einstaka viðburði í dagskránni eru ágiskanir og gera þarf ráð fyrir að þær geti breyst lítillega.

Ekki er ólíklegt að Háskólabíó verði þéttpakkað af fólki báða dagana og því líklegt að margir vilji verða sér út um miða í forsölu. Byrjað er að selja miða í forsölu í Hreysti í Skeifunni og í Átaki á Akureyri.

 

[issuu width=550 height=389 showHtmlLink=false proSidebarEnabled=true backgroundColor=%23222222 documentId=120328202745-251081e0910a4b15ae0aa4afb88bae49 name=dagskraislandsmot2012 username=fitness.is tag=fitness unit=px id=a5fbd493-9f2d-efd0-dbbc-acea435c9c22 v=2]

Þeir sem eru með iPad smelli hér til að lesa dagskrána.