Um Páskana fer fram Íslandsmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna í Háskólabíói. Um er að ræða stærsta viðburðinn á þessu sviði á árinu þar sem keppt verður í fitness, módelfitness, sportfitness og vaxtarrækt. Alls eru 130 keppendur skráðir til keppninnar sem fer fram á fimmtudag og föstudag. Á fimmtudeginum fer fram keppni í fitness og vaxtarrækt sem hefst með forkeppni klukkan 12.00 á hádegi en úrslit hefjast kl 18.00. Á föstudeginum er keppt í módelfitness kvenna og nýrri keppnisgrein karla sem nefnist sportfitness. Á föstudeginum (langa) hefst forkeppnin klukkan 11.00 en úrslitin klukkan 18.00.
Allir bestu keppendur landsins stíga á svið á Íslandsmótinu og áhugafólki um líkamsrækt gefst því kjörið tækifæri til að fylgjast með þessari spennandi keppni. Sumir þátttakendur á mótinu munu halda erlendis til keppni á alþjóðlegum mótum á næstu dögum og vikum. Dagskráin er erftirfarandi:
FIMMTUDAGINN 28. MARS
Fitness og vaxtarrækt
Forkeppni kl 12.00
Úrslit kl 18.00
FÖSTUDAGINN 29. MARS
Módelfitness og sportfitness
Forkeppni kl 11.00
Úrslit kl 18.00
[highlight color=“eg. yellow, black“]Forsala miða fer fram í Hreysti, Skeifunni.[/highlight]
Keppendalistinn er hér – myndir
Dagskrá keppenda liggur fyrir í smáatriðum en hún er eftirfarandi: