Þessa dagana standa yfir skráningar á Bikarmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem verður haldið dagana 20.-21. nóvember í Háskólabíói. Um er að ræða annað af þeim tveimur fitnessmótum sem haldin eru hér á landi á hverju ári. Margir af bestu keppendum landsins eru að undirbúa sig fyrir mótið og má búast við hörkumóti. Við munum kynna nákvæma dagskrá þegar nær dregur en innritun keppenda mun fara fram á fimmtudeginum en á föstudeginum verður keppt í fitness og sportfitness karla og vaxtarrækt. Á laugardeginum fer hinsvegar fram keppni í módelfitness, ólympíufitness og fitness kvenna. Áhugafólk um líkamsrækt ætti ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.