Besti arangur frá upphafi náðist á Norðurlandamótinu sem fór fram í Helsinki um helgina. Magnús Bess Júlíusson hafnadi i 2. sæti í -95 kg flokki sem er besti árangur sem islendingur hefur náð á erlendri grundu í vaxtarrækt á sambærilegum mótum. Sigurður Gestsson hafnaði i 5. sæti í -80 kg flokki í vaxtarrækt, en þær Heiðrún Sigurðardóttir og Anna Bella Markúsdóttir sem kepptu i sitthvorum flokknum i fitness, höfnuðu báðar í þriðja sæti.Keppnin var afar hörð og verður þessi árangur að teljast afar góður. Árangur Önnu og Heiðrúnar er sá besti sem Íslendingar hafa náð á Norðurlandamóti.
Mjög tvísýn keppni var í flokki Magnúsar, en spáð var að hann ætti möguleika á öðru til sjöunda sæti, enda allir keppendur mjög jafnir en sterkir í hans flokki. Var því afar ánægjulegt að hann hafnaði í öðru sæti og langt umfram væntingar þær sem gerðar voru fyrirfram.
Erfið keppni var í flokki Sigurðar en þar hafnaði hann í 5 sæti. Hann var i mun betra formi en á nýliðnu Íslandsmóti. Var nokkur ósátt med dóma í hans flokki þar sem fyrirfram var talið líklegt að hann ætti möguleika á 2 til 3 sæti.
Hellingur af myndum á http://bergholm.1g.fi/kuvat/Kultsa+2005/
Fleiri myndir birtast hér innan tíðar. Nokkrar myndir eru komnar í myndasafnið hér á fitness.is https://www.fitness.is/index.php?module=pnCPG&func=main