Það er ekki langt síðan farið var að gera rannsóknir á konum í sambandi við kynferðislega örvun þeirra. Rannsóknir sem þessar á konum eru 30 árum á eftir samskonar rannsóknum á körlum. Í dag er hinsvegar reynt að ná jafnvægi í þessum rannsóknum. Nýlega kom fram í Oprah Winfrey þætti að 30-45 milljónir kvenna í bandaríkjunum ættu við röskun á kynferðislegum áhuga að stríða.
Vísindamenn við Texasháskólann og NitroMed, Inc skýrðu frá því að ákveðin blanda af jurtinni yohimbine yki blóðflæði í leggöngum kvenna sem komnar eru á breytingaskeiðið. Vísindamennirnir vonast til þess að jurtin geti hjálpað konum sem ættu við þetta vandamál að stríða og jafnframt fólki í öðrum aldurshópum. Yohimbine hefur verið notað í nokkur ár til þess að takast á við reisnarvandamál hjá körlum. Í einangruðu formi getur jurtin aukið blóðflæði í kynfærum bæði karla og kvenna. Fram til þessa hafa vísindamenn náð misjöfnum árangri hjá konum með Viagra sem einnig eykur blóðflæði til kynfæra.
(Reuters Health, 28 júní, 2000)