Alveg fram á daginn í dag hafa vísindamenn haldið því fram að vökvaskortur í bland við skort á rafhlöðnum vökva valdi sinadrætti. Þar af leiðandi hefur íþróttamönnum verið ráðlagt að drekka saltaðan vökva eða taka salttöflur og taka teygjuæfingar. Þessi kenning gengur ekki upp að því leyti að íþróttamenn þekkja það vel að þeir fá fyrst og fremst sinadrátt í þá vöðva sem þeir eru að æfa eða hafa verið að æfa. Ef líkaminn verður fyrir vökvaskorti á það við um allan líkamann, ekki einstaka líkamsparta. Menn hafa því verið að klóra sér í kollinum yfir því hver raunveruleg orsök getur verið. Hvað það er sem gerist í vöðvunum sem veldur sinadrætti. Talið er að sinadrættir eigi sér hugsanlega margar orsakir. Líklegt þykir að orvirkni í taugum, skynnemar vöðva og Golgifléttur leiki þar stórt hlutverk. Það er hinsvegar einnig líklegt að vökvaskortur, ójafnvægi í rafvökvum innan ákveðinna vöðva, myndefni sem verða til við æfingar og efnaskiptahiti í kjölfar þeirra hafi sitt að segja.
(Strength and Conditioning Journal, 36 (5): 44-52, 2014)