Fyrir nokkrum árum stofnaði Jónína Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Planet stöðvana FIA einkaþjálfaraskólann í Svíþjóð. Hér á landi hafa verið haldin námskeið fyrir einkaþjálfara sem ætla sér að starfa sem slíkir í æfingastöðvum víða um land. Eftirspurnin eftir einkaþjálfurum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og ljóst að þróunin innan heilsuræktargeirans stefnir í þá átt að einkaþjálfun er það sem koma skal. Sífellt fleiri vilja ráða einkaþjálfara til þess að halda sér við efnið og flestar æfingastöðvar hafa fjölmarga einkaþjálfara á sínum snærum. Samhliða þessari þróun hefur sprottið upp sú krafa að einkaþjálfara séu menntaðir hjá viðurkenndum skólum. Viðtal við Þórdísi Gísladóttur, íþrótta- og heilsufræðing hjá Planet Sport
FIA námskeiðið |
Yfirgripsmikið nám |
Vigdís Ásmundsdóttir er námsstjóri FIA einkaþjálfaraskólans. Vigdís er menntaður íþróttakennari og jafnframt með tvö ACE próf sem eru einkaþjálfarapróf og lífsstíls- og þyngdarstjórnunarpróf. |