Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói á Skírdag þar sem rúmlega 40 keppendur stigu á svið. Mikil stemning var á mótinu þar sem margir bestu keppendur landsins voru mættir á svið en nokkuð færri keppendur tóku þátt að þessu sinni en undanfarin ár. Eftir því var tekið að styrkleiki keppenda var þess meiri í flestum flokkum. Fjölmargir keppendur eru þessa dagana að stefna á keppni á erlendum mótum. Sömuleiðis munu fjölmargir þeirra sem voru fjarverandi á Íslandsmótinu vera að horfa til þess að taka þátt á Bikarmótinu sem haldið verður 9. nóvember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í tilefni 25 ára afmælis fitnessmóta hér á landi.

Sjá mátti marga efnilega byrjendur stíga sín fyrstu spor á sviði og fór svo að það var byrjandinn Nicole Abrahamsson stóð uppi sem heildarsigurvegari í módelfitness eftir jafna keppni í bæði byrjendaflokki og í undir 168 sm hæðarflokki.

Sjá mátti þekkt andlit meðal keppenda, þar á meðal Karen Lind Thompson sem mætti aftur á svið eftir hlé frá keppni og stóð uppi sem sigurvegari í fitnessflokki kvenna.

Í Sportfitness karla var það Halldór Heiðberg Stefánsson sem sigraði eftir harða keppni í mjög öflugum flokki þar sem allir keppendur voru mjög sterkir.

Gunnar Stefán Pétursson varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt eftir harða og satt að segja óvænta keppni frá Sigurkarli Aðalsteinssyni sem óhætt er að segja að hafi mætt í sínu besta formi 60 ára að aldri. Stutt er síðan Sigurkarl hélt upp á sextugsafmælið sitt. Hann sýndi svo sannarlega að lengi er von á bætingum og hvers þessi íþrótt er megnug.

Ana Markovic var valin íþróttamaður ársins
Ana Markovic sigraði í bæði flokki 168 sm og hærri og 35 ára og eldri í módelfitness en þar að auki var hún valin Íþróttamaður ársins hjá IFBB. Ana hefur keppt á fjölda móta erlendis undanfarna mánuði. Hún tók þátt á 8 mótum á síðasta keppnistímabili, keppti í Serbíu, Póllandi, Ítalíu og tveimur mótum í Þýskalandi þar sem hún tók gull og silfurverðlaun. Hér heima á Íslandi sigraði hún bæði sinn hæðarflokk og varð heildarsigurvegari. Hún komst í úrslit í Rúmeníu á heimsbikarmóti og síðan í Kiev eða Kænugarði þar sem hún keppti einnig til úrslita meðal þeirra bestu í heiminum. Ana er frábær íþróttakona og verðugur handhafi þessa titils, ekki einungis vegna árangurs hennar í sportinu, heldur líka vegna einstakrar jákvæðni, gleði og hjálpsemi hvar sem hún kemur.
Úrslit Íslandsmótsins í fitness 2019

Sportfitness karla | ||
3 | Halldór Heiðberg Stefánsson | 1 |
2 | Torfi Hrafn Ólafsson | 2 |
6 | Mikael Brune | 3 |
5 | Sæmundur Freyr Erlendsson | 4 |
4 | Lukasz Milewski | 5 |
1 | Einar Bragi Jónsson | 6 |

Vaxtarrækt karla | ||
10 | Gunnar Stefán Pétursson | 1 |
7 | Sigurkarl Adalsteinsson | 2 |
8 | David Nyombo Lukonge | 3 |
9 | Elmar Eysteinsson | 4 |

Fitness kvenna | ||
14 | Karen Lind Thompson | 1 |
12 | Magnea Karlsdóttir | 2 |
13 | Katrín Jónasdóttir | 3 |

Módelfitness byrjendur | ||
18 | Nicole Abrahamsson | 1 |
19 | Friðgerður Sunna Sigurðardóttir | 2 |
20 | Sæunn Ásgeirsdóttir | 3 |
17 | Melkorka Torfadóttir | 4 |
16 | Arna Lísa Ingimarsdóttir | 5 |
15 | María kristjánsdóttir | 6 |
Ólympíufitness kvenna | ||
21 | Alda Ósk Hauksdóttir | 1 |

Wellness flokkur kvenna | ||
23 | Giedré Grigaraviciuté | 1 |
24 | ingibjörg Marín Rúnarsdóttir | 2 |
22 | Hajar Anbari | 3 |

Módelfitness unglinga | ||
26 | Tanja Rún Freysdóttir | 1 |
25 | María kristjansdóttir | 2 |

Módelfitness -163 | ||
28 | Arna Lísa Ingimarsdóttir | 1 |
27 | María Kristjánsdóttir | 2 |
29 | Dagmar Pálsdóttir | 3 |

Módelfitness -168 | ||
33 | Nicole Abrahamsson | 1 |
30 | Friðgerður Sunna Sigurðardóttir | 2 |
32 | Tanja Rún Freysdóttir | 3 |
31 | Vijona Salome | 4 |

Módelfitness +168 | ||
36 | Ana Markovic | 1 |
35 | Sæunn Ásgeirsdóttir | 2 |
38 | Melkorka Torfadóttir | 3 |
39 | Eva María Emilsdóttir | 4 |
37 | Helga Dóra Gunnarsdóttir | 5 |
34 | Ingibjörg Kristín Gestsdóttir | 6 |

Módelfitness 35 ára + | ||
41 | Ana Markovic | 1 |
42 | Helga Dóra Gunnarsdóttir | 2 |
40 | Ingibjörg Kristín Gestsdóttir | 3 |
Fjöldi mynda eru í myndasafninu. Myndirnar tók Gyða Henningsdóttir (www.gyda.is)