Bikarmót IFBB í fitness og vaxtarrækt fór fram í hinu glæsilega Menningarhúsi Hofi á Akureyri 9. nóvember. 40 keppendur stigu á svið og var mótið allt hið glæsilegasta. Mikil spenna lá í loftinu þegar margir af bestu keppendum landsins stigu á svið.
Fyrsta vaxtarræktarmótið hér á landi var haldið 1982 en fyrsta fitnessmótið 1994. Haldið var því upp á þau tímamót að 25 ár eru liðin frá fyrsta fitnessmótinu.
Keppt var í 11 keppnisflokkum og 6 keppnisgreinum. Keppnisgreinarnar voru vaxtarrækt, sportfitness, fitness, ólympíufitness, módelfitness og wellness.
Hér fyrir neðan er video með svipmyndum frá liðnum árum og einnig tengill inn í myndasafnið þar sem finna má margar glæsilegar myndir eftir Gyðu Henningsdóttur.
Úrslit Bikarmóts IFBB 2019

| Númer | Sæti | Sportfitness |
| 1 | 3 | Magnús Fannar Benediktsson |
| 2 | 1 | Ingimundur Vigfús Eiríksson |
| 3 | 2 | Haukur Heiðar Bjarnason |
| 4 | 4 | Óðinn Benediktsson |

| Númer | Sæti | Fitness karla |
| 5 | 3 | Guðjón Smári Guðmundsson |
| 6 | 1 | Gasman |
| 7 | 2 | Hrannar Ingi Óttarsson |

| Númer | Sæti | Vaxtarrækt karla |
| 8 | 2 | David Nyombo Lukonge |
| 9 | 3 | Najeb Alhaj |
| 10 | 1 | Magnús Bess |

| Númer | Sæti | Fitness konur |
| 11 | 1 | Thelma María Guðmundsdóttir |

| Númer | Sæti | Ólympíufitness kvenna |
| 12 | 1 | Alda Ósk Hauksdóttir |

| Númer | Sæti | Wellness flokkur kvenna |
| 37 | 3 | Bryndís Bjarnþórsdóttir |
| 38 | 2 | Snjólaug Svala Grétarsdóttir |
| 39 | 1 | Giedré Grigaraviciuté |
| 40 | 4 | Blómey Ósk Karlsdóttir |

| Númer | Sæti | Módelfitness -163 |
| 13 | 2 | Sara Líf Guðjónsdóttir |
| 14 | 5 | Hafrún Ösp Ásgrímsdóttir |
| 15 | 1 | Linda Björk Rögnvaldsdóttir |
| 16 | 3 | Regína Dönudóttir |
| 17 | 4 | Birgitta Dögg Bender Þrastardóttir |

| Númer | Sæti | Módelfitness -168 |
| 18 | 3 | Kristin Rut Suarez |
| 19 | 2 | Jana Dröfn Sævarsdóttir |
| 20 | 1 | Kristjana Huld Kristinsdóttir |
| 21 | 4 | Michelle Sörensson |

| Númer | Sæti | Módelfitness +168 |
| 22 | 2 | Sigrún Kara Magnúsdóttir |
| 23 | 3 | Aníta Sól Ágústsdóttir |
| 24 | 4 | Elva Rún Kristjánsdóttir |
| 25 | 1 | Ana Markovic |

| Númer | Sæti | Módelfitness 35 ára + |
| 26 | 1 | Ana Markovic |
| 27 | 2 | Regína Dönudóttir |
| 28 | 3 | Birgitta Dögg Bender Þrastardóttir |

| Númer | Sæti | Módelfitness byrjendur |
| 29 | 8 | Hafrún Ösp Ásgrímsdóttir |
| 30 | 5 | Regína Dönudóttir |
| 31 | 3 | Jana Dröfn Sævarsdóttir |
| 32 | 2 | Aníta Sól Ágústsdóttir |
| 33 | 4 | Kristin Rut Suarez |
| 34 | 1 | Sigrún Kara Magnúsdóttir |
| 35 | 7 | Michelle Sörensson |
| 36 | 6 | Elva Rún Kristjánsdóttir |

Heildarsigurvegari í módelfitness: Kristjana Huld Kristinsdóttir
(c) Ljósmyndir og video: Gyda.is – Gyða Henningsdóttir fyrir fitness.is.

Og að lokum slideshow með sögulegum myndum.





















