Brandon Kistler og félagar við Háskólann í Illinois fylgdist með keppanda undirbúa sig fyrir mót sem hann sigraði og fékk atvinnumannaréttindi fyrir. Mataræðið var niðurskurðarmataræði hvað hitaeiningar varðar en keppandinn jók kolvetnaneysluna tvo daga í viku. Æfingarnar fólust í brennsluæfingum og vaxtarrækt svo hann myndi viðhalda sem mestum vöðvamassa í niðurskurðinum. Hann léttist úr 89 kg í 73 kg fram að keppnisdegi og fituhlutfallið lækkaði úr 17.5 í 7.4%. Hreinn vöðvamassi fór úr 75 kg í 69 kg en þrátt fyrir léttinguna jókst beinþéttni um 5%. Blóðþrýstingur féll úr 128/61 í 113/55 og mælingar á blóðflæði bentu til framfara. Hvíldarpúls fór úr 71 í 44 á mínútu. Súrefnisupptaka jókst sömuleiðis úr 41.9 í 47.7 ml súrefnis fyrir hvert kíló líkamsþyngdar á mínútu.
Keppandanum tókst ekki að viðhalda vöðvamassanum þegar léttingin byrjaði fyrir alvöru. Allar mælingar sýndu fram á að vaxtarrækt án lyfja eins og um var að ræða í þessu tilfelli er mjög heilbrigð.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 24: 694-700, 2014)