Jafnt konur og karlar nota iPodda eða sambærilega tónlistaspilara í ræktinni til þess að komast auðveldar í gegnum æfingarnar. Það er einmitt það sem þessir spilarar gera samkvæmt ísraelskri rannsókn. Tónlistin er hvetjandi en um leið dregur hún athyglina frá púlinu sem fylgir þrek- og brennsluæfingum. Mjólkursýran virðist fljótari að hörfa og með tónlistina í eyrunum virðist margt auðveldara en það í rauninni er.
(Journal Strength and Conditioning Research, 26: 80-86, 2012)