Það er ekki valkostur að hætta að vinna við tölvu. Góð regla er að áminna sig á að standa reglulega upp og ganga um gólf.
1)Hægt er að stilla klukku sem hringir á 20 mín fresti til að minna þig á að standa upp. Ástralskir vísindamenn hafa sýnt fram á mikið gagn af því að standa upp í eina mínútu á tuttugu mínútna fresti.
2) Nota skrifborð sem hægt er að hækka og lækka á milli standandi og sitjandi stöðu.
Til eru þrekhjól sem hægt er að hafa undir skrifborði.
3) Þeir sem vinnu sinnar vegna þurfa oft að halda fundi geta í sumum tilfellum skipulagt gönguferðir með vinnufélögum sem nýtast sem fundir.
4) Tilvalið er að skreppa í stutta gönguferð í hádeginu eftir matinn.
5) Í stað þess að liggja flatt fyrir framan sjónvarpið á kvöldin er tilvalið að eiga stórann æfingabolta heima sem hægt er að fetta bakið yfir í 20 mínútur í senn.
6) Hættu að horfa svona mikið á sjónvarp á kvöldin. Hittu frekar vini þína sem hafa jafn gott og þú af að hreyfa sig.