Notkun þunglyndislyfja hefur stóraukist undanfarin ár hér á landi sem annarsstaðar. Læknar skrifa upp á þunglyndislyf til þess að hjálpa fólki að komast út úr svartnætti skammdegisins eða til þess að reyna að fá sólarglætu í líf þeirra sem eiga við erfiðleika að stríða. Eftir töku lyfjana líður fólki gjarnan betur og fer að sjá ljóstýru á veginum en sumir vakna upp við vondan draum. Löngun til kynlífs getur horfið og konur hætta að fá fullnægingu í samförum. Talið er að á milli 30 – 60% þeirra sem taka þunglyndislyf eins og Prozac, Zoloft eða Praxil verði fyrir aukaverkunum sem bitna á kynlífinu og gildir þá einu hvort um konur eða karla er að ræða.
(Wall Street Journal, 16. mars 2001)