Flest okkar hafa staðið í þeirri trú að teygjur fyrir æfingar væru nauðsynlegar bæði sem upphitun og til þess að minnka líkurnar á meiðslum. Enn frekari sannanir og rök hafa hneigst í þá átt að styðja þá kenningu að teygjur dragi úr styrk og hafi jafnvel aukna hættu á meiðslum í för með sér. Það voru þeir Dr. J.R. Fowles og félagar sem sýndu fram á að teygjur draga úr styrk í kálfum í 15 mínútur eftir að þær eru gerðar. Í rannsókn þeirra félaga kom fram að teygjurnar drógu úr rafvirkni og vélrænni endurnýjun (hæfileikinn til þess að virkja tauga- og vöðvaþráðahópa). Þessi rannsókn er sú fimmta á nokkrum árum sem sýnir fram á að teygjur dragi úr styrk. Ekki eiga menn þó endilega að hætta að teygja. Teygjur sem engu að síður eru mjög mikilvægar er best að gera eftir æfingu en best er að hita upp með því að gera hreyfingar sem notaðar eru í þeirri íþróttagrein sem stunduð er. Í upphituninni er hægt að byrja létt og auka erfiðleikastigið.
(J Appl Physiol 89: 11-79-1188, 2000)