Fram að þessu hafa fjölmargir vanið sig á að teygja vel á áður en æfing byrjar. Teygjuæfingarnar hafa þannig verið liður í upphitun og einn tilgangurinn verið sá að draga úr líkunum á meiðslum við sjálfar æfingarnar. Undanfarið hafa hinsvegar verið birtar niðurstöður rannsókna sem sýna að kyrrstöðuteygjur draga úr styrk og krafti. Vísindamenn við Háskólann í Sao Paulo í Brasilíu komust að því að styrkur og kraftur í fótapressu minnkaði í kjölfar teygjuæfinga í kyrrstöðu- og sprengiteygjuæfinga þar sem teygt er á með hraðri hreyfingu og afturkipp. Einnig voru prófaðar teygjuæfingar þar sem byggjast á átaki á vöðva sem fylgt er eftir með teygju. Teygjuæfingarnar reyndust draga úr vöðvastyrk og þoli og geta því hugsanlega aukið áhættuna gagnvart meiðslum þvert á það sem áður hefur verið talið.
(Journal Strength Conditioning Research, 26: 2432-2437, 2012)
