Þegar aldurinn færist yfir eykst hættan á beinþynningu en hún snýst ekki eingöngu um að aukna hættu á að fótbrotna. Bein mynda einskonar grind sem verndar mikilvæg líffæri fyrir áföllum og höggum. Heilinn, mænan, hjartað og lungun væru daglega í stórhættu ef beinin vernduðu þau ekki.
Beinþynning er algengara og stærra vandamál fyrir konur en karla. Samt sem áður er beinþynning alvarlegt vandamál hjá 20% aldraðra karlmanna. Áætlað er að beinbrot vegna beinþynningar hjá karlmönnum auki hættuna á ótímabærum dauða um 78%.
Eitt af því sem minnkar með aldrinum hjá karlmönnum er framleiðsla á testósteróni. Eðlilegt testsósterónmagn er mikilvægur hlekkur í að forðast beinþynningu og beinbrot þegar aldurinn færist yfir samkvæmt niðurstöðu Nur-Vaizura Mohammad og félaga við Kebangsaan Malaysia læknamiðstöðina í Malasíu. Lágt testósterón hefur bein áhrif á beinþéttni vegna áhrifa andrógenískra viðtaka í efnaskiptum beina og óbeint með minnkandi estrógeni.
(Clinical Interventions in Aging, 11:1317-1324, 2016)


















