Samkvæmt þýskum rannsóknum eykst fjöldi svonefndra lausra rafeinda við hefðbundið álag vegna æfinga. Þessar lausu rafeindir valda skemmdum á DNA erfðaþættinum sem hefur áhrif á heilbrigði frumna.

Hin ýmsu vítamin ganga undir nafninu „sindurvarar“ vegna þess að þau koma böndum á þessar lausu rafeindir og draga þannig úr meintum frumuskemmdum af völdum þeirra. E-vítamín er þar fremst í flokki og samkvæmt þessari þýsku rannsókn getur inntaka E-vítamíns dregið að mestu úr þessum neikvæðu áhrifum. Aðrar rannsóknir hafa þar að auki sýnt fram á að inntaka E-vítamíns dregur úr þreytu þegar um ofþjálfun er að ræða. Fjölmörg fjölvítamín og bætiefni innihalda E-vítamín og aðalatriðið er að fá ráðlagðan dagsskammt af því sem er um 400 ai (alþjóðaeiningar). Þú endist sennilega betur í ræktinni með því móti.