Rannsókn á músum við Læknaháskólann í New York bendir til að sýklalyf breyti örverusamsetningu meltingarvegarins. Breytingin hefur í för með sér breytingu á efnaskiptum bakteríuþyrpinga sem hafa áhrif á orkuupptöku í meltingunni. Meltingarvegurinn inniheldur óteljandi örverur sem gegna mikilvægu hlutverki í meltingunni og sumir reyna að hafa áhrif á örverusamsetninguna með bætiefnum eða jógúrti til þess að hafa jákvæð áhrif á meltingarvandamál eða sýkingar í þvagfærum. Kenningin gengur út á að með því að fjölga „góðu“ bakteríunum sé dregið úr virkni „vondu“ bakteríanna. Vísindamenn á sviði meltingar og næringarfræði eiga hinsvegar langt í land með að skilja til fullnustu virkni örvera í meltingarvegi, heilbrigðis og offitu.
(Nature, 488:621-626, 2012)