SVEFNSKORTUR UPP Á NOKKRAR KLUKKUSTUNDIR GETUR VALDIÐ BÓLGUM Í FRUMUM OG LÍFFÆRUM.

Líkaminn bregst við meiðslum og frumuskemmdum með ýmsum hætti. Bólgur eru hluti þessara viðbragða líkamans. Hjartasjúkdómar, sykursýki og krabbamein hafa í för með sér bólgur sem hægt er að mæla með blóðprufum. Slíkar blóðprufur gegna því oft mikilvægu hlutverki í greiningu þessara sjúkdóma. Aðrir áhrifaþættir geta hinsvegar líka valdið bólguviðbrögðum.

Svefnskortur upp á nokkrar klukkustundir getur valdið bólgum í frumum og líffærum samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem gerð var við UCLA háskólann. Þar kom í ljós að bólgusvaranir voru minni eftir góðan nætursvefn í samanburði við svefnminni nætur þar sem vakað var á milli klukkan 23:00 og 3:00.

Svefnleysi er fylgifiskur margra heilbrigðisvandamála. Oftar en ekki kemur svefnleysi við sögu hjá þeim sem stríða við offitu, hjartasjúkdóma, gigt, sykursýki og sumar tegundir krabbameina, svo ekki sé talað um geðheilbrigði. Svefn er mikilvægur fyrir alla og í þjóðfélagi sem auðvelt er að verða streitu að bráð er nauðsynlegt að sinna þessar grunnþörf líkamans til þess að tefla ekki í tvísýnu með heilsuna.

(Biological Psychiatry, 64: 538-540)