Svonefnd Hitatchi heilsukönnun í Japan bendir til að þeir sem skortir svefn hafi hærri líkamsþyngdarstuðul, meira mittismál og meiri yfirborðsfitu en þeir sem sofa sjö til níu tíma að nóttu. Í rannsókninni var notast við ómskönnun til þess að mæla nákvæmlega kviðfitu og fitu í kringum líffæri. Aldur, reykingar, áfengisdrykkja, hreyfing og heilsufarsástand hafði ekki áhrif á tengslin þarna á milli. Niðurstaðan var því sú að vísindamennirnir fullyrtu að samhengi væri á milli svefnskorts og heildarfitu, kviðfitu og yfirborðsfitu hjá japönskum karlmönnum. Margar aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi á milli svefnleysis og offitu en vísindamenn hafa ekki áttað sig á því hver ástæðan er.
(International Journal of Obesity, 37: 129-134, 2013)