Svefnleysi hefur áhrif á ýmis hormón sem stjórna matarlyst og löngun okkar í hitaeiningaríka aukabita eins og smákökur, súkkulaði, kartöfluflögur og annað freistandi nammi. Ef við sofum ekki nægilega mikið eykst löngun í allskyns óþarfa skyndibita.
Undanfarna áratugi hafa svefnvenjur breyst töluvert. Konur sofa t.d. tveimur klukkustundum skemur í dag heldur en þær gerðu á sjötta áratugnum. Þarna er ef til vill að finna hluta skýringarinnar á offitufaraldrinum. Um 37% ungra kvenna sofa minna en sjö tíma að nóttu og einungis fjórðungur sefur minnst átta tíma.
Niðurstöður finnskrar rannsóknar sem gerð var við Heilbrigðisstofnun þarlendra sýndi fram á að svefntruflanir og skortur á æfingum jók hættuna á magaoffitu hjá bæði konum og körlum. Hjá körlum var líka tenging á milli þess að sofa meira en 9 tíma á sólarhring og magafitu. Þegar horft var framhjá áhrifum æfinga og svefnvandamála eins og kæfisvefns var augljóst samhengi á milli svefnleysis og aukakílóa. Svefntruflanir eða svefnleysi eru vítahringur. Svefnleysi stuðlar að aukakílóum og aukakílóin stuðla að svefntruflunum vegna áhrifa á öndunarveginn. Ef þú finnur fyrir viðvarandi þreytu yfir daginn og finnst þú ekki sofa vel skaltu hafa samband við lækninn þinn. Ekki til þess að fá hjá honum svefnlyf, heldur ráðleggingar.
(International Journal Obesity, 31: 1731-1721, 2007)