Liðagigt er sársaukafullur sjúkdómur sem eyðileggur brjósk og dregur úr hæfni þess til að bólstra, vernda og viðhalda mýkt liðamóta. Brjóskið liggur yfir og verndar beinin í helstu liðamótum líkamans, þar á meðal hnjánum.

Það er nokkuð algengt að íþróttamenn fái liðagigt í hnén þegar aldurinn færist yfir. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var við Mayo læknamiðstöðina fá þeir sem eru sterkir í lærunum síður verki eða liðagigt í hnén. Rannsóknin beindist að 265 körlum og konum með liðagigt á ýmsu stigi. Liðagigtin var vægari hjá þeim sem voru með stóra og sterka lærvöðva.

Röng tækni þar sem teknar eru of djúpar hnébeygjur geta skemmt brjósk í hnjánum og stuðlað að liðagigt.

Slappleiki í vöðvum veldur óstöðugleika og þeir styðja síður við liðamótin og hnéskelina með þeim afleiðingum að aukið álag myndast á brjóskið og þannig myndast liðagigt og sársauki.

Rekja má liðagigt í hnjám til rangrar tækni í hnébeygjum. Röng tækni, sérstaklega þar sem teknar eru of djúpar hnébeygjur geta skemmt brjósk í hnjánum og stuðlað þannig að liðagigt. Sömuleiðis er algengt að margir noti meiri þyngdir en æskilegt er þegar verið er að læra að gera æfinguna til þess eins að sperrast. Afleiðingin er röng tækni sem stuðlar að því að reynt er að svindla til að koma þyngdinni upp. Vöðvarnir ná því ekki að styrkjast né stækka og þegar árin líða getur myndast liðagigt.

(Skýrsla sem kynnt var á ársfundi American College of Rheumatology)