Þrátt fyrir að fjöldi sérfræðinga haldi því fram að notkun vefaukandi stera hafi mjög neikvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið hafa fáar rannsóknir staðfest þennan grun. Rannsókn sem gerð var við Assiut háskólann í Egyptalandi á rottum bendir hinsvegar til að steranotkun geri jákvæð áhrif æfinga á hjarta- og æðakerfið að engu. Vísindamennirnir báru saman hópa sem annað hvort æfðu, æfðu og tóku stera eða tóku bara stera og að lokum viðmiðunarhóp sem hvorki æfði né tók stera. Æfingar juku efnaskiptaheilsu í rottuhjörtum en ekki í þeim rottuhjörtum sem æfðu og tóku stera. Efnaskiptaheilsan var metin út frá hvíldarpúls, blóðþrýsting og glýkógeni. Vefaukandi sterar virðast því draga úr jákvæðum áhrifum þolæfinga á hjarta- og æðakerfið. Ónefndar eru ótal aðrar aukaverkanir steranotkunar.
(International Journal of Health Sciences, 7 (1), 2013)