Byrjendur sem taka fyrstu skrefin í tækjasal eru ekki einungis að venja vöðva við átök. Taugakerfið fer sömuleiðis í gegnum aðlögunarferli þar sem það lærir að taka á og beita kraftinum af öllu afli. Það er því aðlögunarhæfni bæði vöðva og tauga sem gerir okkur kleift að lyfta meiri þyngdum með meiri þjálfun.

Sprengikraftur í þungum lyftum þjálfar taugakerfið og gerir því kleift að virkja vöðvana hratt sem stuðlar að auknum styrk og krafti. Sprengikrafturinn stuðlar líka að meiri hitaeiningabrennslu en þegar lyft er hægt og rólega. Eðlilega kostar meiri orku að lyfta hratt en hægt.
Samkvæmt rannsókn við Ball State Háskólann sem stjórnað var af Scott Mezzetti var brennslan 12% meiri í hnébeygjuæfingum þegar þær voru teknar með sprengikrafti en þegar þær voru teknar hægt.

Þeir sem stóðu að rannsókninni töldu að með því að blanda saman styrktaræfingum sem teknar eru með sprengikrafti og hóflegum átakaæfingum sé hægt að auka efnaskiptahraða líkamans og flýta þannig fyrir fitubrennslu. Þannig sé heppilegast að blanda saman lyftum með sprengikrafti og átakamiklum æfingum til að flýta fyrir því að komast í gott form og brenna fitu.
Sprengikrafturinn í æfingunum „ræsir“ taugakerfið sem eykur kraft og getuna til að lyfta hratt.

(Medicine Science Sports Exercise, 39:1291-1301)