Spergilkál, blómkál, kál og karsi innihalda efni sem nefnist sulforaphane. Nú vill svo til að nýleg rannsókn á músum bendir til að þetta efni stuðli hugsanlega að léttingu. Naoto Nagata og félagar við Kanazawaháskólann í Japan komust að því að sulforaphane olli því að mýsnar léttust, fituhlutfall lækkaði og merkja mátti jákvæð áhrif á blóðsykur, insúlín, bólgur og virkni á brúna fitu.
Brún fita umbreytir orku frekar í hita fremur en að geyma hana í fituforða. Grænmeti er mikilvægur hluti af hollu mataræði og getur komið í veg fyrir krabbamein og hjartasjúkdóma. Grænmetið lækkar líka tölurnar á vigtinni.
(Diabetes, vefútgáfa 16 febrúar 2017)
 
		