Skjaldkirtillinn er í hálsinum örlítið fyrir ofan brjósbeinið en hans helsta hlutverk er að framleiða skjaldkirtilshormón sem örva frumuefnaskipti. Ef geta líkamans til að framleiða skjaldkirtilshormón skerðist geta efnaskiptin hægt á sér um helming og sömuleiðis getur efnaskiptahraðinn aukist um 60-100% ef framleiðslan á skjaldkirtilshormónum verður óeðlilega mikil. Virkni skjaldkirtilshormóna má rekja til örvunar þeirra á aftengingarprótínum í hvatberum frumna sem eru einskonar orkumiðstöðvar. Svonefnd aftengingarprótín eru draumur þeirra sem vilja léttast vegna þess að þau fá líkamann til að brenna orku sem hita í stað þess að safna fituforða. Í fáum tilfellum getur starfsemi skjaldkirtilsins hægt á sér um allt að 300% og í ýktustu tilfellum örvast um 600% hjá þeim sem eru með ofvirkan skjaldkirtil. Vísindamenn hafa árum saman rannsakað áhrif skjaldkirtilsins á orkubúskap líkamans og eru þessa dagana að skoða sérstaklega hlutverk skjaldkirtilshormóna og aftengingarprótína í bæði brúnum og hvítum fitufrumum.
(Frontiers in Physiology, vefútgáfa í desember 2014)