FJÖLDI RANNSÓKNA SÝNA AÐ LÍKAMSRÆKT SKIPTIR MÁLI BÆÐI FYRIR OG EFTIR HJARTAÁFALL SEM FORVÖRN

Rannsókn á músum sem voru í því óheppilega hlutverki að vera látnar fá hjartaáfall í rannsóknarskyni sýndi fram á að styrktar- og þolþjálfun dregur úr bólgum í kjölfar hjartaáfalls. Hjartaáfall getur drepið vöðvafrumur í hjartanu og það hvort menn lifa af slíkt áfall eða ekki ræðst af umfangi drepsins og vefjaskemmda. Bæði styrktar- og þolþjálfun reyndist gagnleg hvað þetta varðar með því að draga úr bólgum.
(International Journal of Sports Medicine,
37: 421-430, 2016)