Undanfarið hafa margar rannsóknir leitað án árangurs að tengslum á milli neyslu mettaðrar fitu í rauðu kjöti og hættu gagnvart hjartasjúkdómum. Ekki hefur tekist að bendla fituna í rauða kjötinu við glæpinn. Hinsvegar hafa rannsóknir sýnt að þegar rautt kjöt er borðað oft og í miklu magni eykst hætta á hjartaslagi. Nokkrar rannsóknir við Cleveland Heilbrigðisstofnunina hafa bent til þess að aukin virkni bakteríu sem kemur við sögu í meltingu á rauðu kjöti tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum. TMAO er aukaafurð og baktería sem myndast hjá karnitín amínósýrunni við neyslu rauðs kjöts. Samband er á milli TMAO og hættu á hjartabilun. Við úrvinnslu á rannsókninni ályktuðu vísindamennirnir að hugsanlega yrði hægt að spá fyrir um hættu gagnvart hjartasjúkdómum með því að mæla TMAO.
(Food navigator.com, 5. nóvember 2014)