Neysla á rauðu kjöti hefur löngum verið bendluð við aukna hættu á krabbameini. Stofnun í Bandaríkjunum (The American Institute for Cancer Research) sem annast rannsóknir á krabbameini hefur gefið út að það að borða meira en 120 gr af kjöti á dag geti aukið hættu á krabbameini. Það að borða magrara kjöt virðist ekki gagnast. Fyrir kjötætur eykst hættan fyrst og fremst á ristil- og lungnakrabbameini og ennfremur getur hættan á krabbameini í brisi, brjóstum, skjaldkirtli og nýrum orðið meiri. Stofnunin mælir með að borða meira af sjávarfangi, fuglakjöti og villibráð í staðinn fyrir rautt kjöt. Matreiðsluaðferðin skiptir einnig máli gagnvart krabbameinsáhættu. Það að grilla kjöt við mikinn hita eykur magn krabbameinsvaldandi efna í svokölluðum HCA flokki. Fólk sem borðar kjöt sem er mikið brúnað eftir grill eða pönnusteikingu eykur áhættuna á ristilkrabbameini þrefalt. Hinsvegar eru sumir svo heppnir að gen þeirra vernda þá fyrir krabbameinsvaldandi áhrifum kjötsins og matreiðslunnar.
Heimild: MSNBC Health Nutrition.