Hlauparar bættu hlaupahraðann á hlaupabretti með því að borða 200 grömm af rauðrófum sem innihalda um 500 mg af nítrati. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var við St. Louis Háskólann í Bandaríkjunum þar sem hlauparar hlupu 5 km á hlaupabretti. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru allir vanir hlauparar. Rauðrófusafi inniheldur nítrat sem æðar nota til að framleiða nituroxíð. Eitt hlutverka nituroxíðs er að auka blóðflæði og þannig hefur það áhrif á kyngetu og getur aukið orku. Heilbrigði frumna í æðaveggjunum sem hafa það hlutverk að framleiða nituroxíð er talinn vera ákveðinn mælikvarði á heilbrigði hjarta- og æðakerfisins. Nítrat sem fengið er úr unnum kjötvörum eins og hangikjöti eða pylsum er ekki endilega heppilegt þar sem kjötneyslunni fylgir aukin áhætta gagnvart krabbameini og því er best að fá nítratið úr náttúrulegum afurðum eins og rauðrófum.
(Ritgerð sem kynnt var á ráðstefnu (American Dietetic Association Food & Nutrition Conference & Expo) 24. September 2011)