Mikil prótínneysla dregur úr vöðvarýrnun og minnkandi vöðvastyrk hjá öldruðum. Vöðvarýrnun er talið vanmetið vandamál en vöðvar líkamans sinna mikilvægu hlutverki fyrir blóðsykursjafnvægi, hreyfigetu og lipurð. Aukin prótínneysla getur haft jákvæð áhrif á baráttuna við aukakílóin og um leið stórbætt lífsgæðin.
Í vandaðri rannsókn sem Stéphane Walrand við CRNH Auvergne í Frakklandi gerði kom í ljós að nýmyndun prótína í líkamanum jókst þegar aldraðir fengu 30 g af mjólkurprótínum.
Þessi aukaskammtur af prótínum til viðbótar við hefðbundið mataræði hafði áhrif á aukna nýmyndun hvatberaprótína í vöðvum og samdráttarprótínsins vöðvarauða, öðru nafni mýósíns. Af þessu má ráða að aldraðir geti viðhaldið vöðvamassa betur með því að taka bætiefni með 30 g af mysu- eða mjólkurprótínum að minnsta kosti einu sinni á dag.
(Clinical Nutrition, 35: 660-668, 2016)