Ótrúlegar niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Tennessee í Bandaríkjunum sýna að blanda af levsín amínósýrunni og B6 vítamíninu eykur fitubrennslu líkamans verulega. Levsín er ein af þeim amínósýrum sem er mikilvæg fyrir þá efnaskiptaferla sem fara í gang þegar nýmyndun prótína er annars vegar. Í rannsókninni sem stóð í 12 vikur fengu þátttakendur 2.25 g af levsín og 30 mg af B6 vítamíninu. Fitubrennsla þeirra umfram viðmiðunarhóp jókst um 30 g á dag. Á 12 vikna tímabili juku þessi bætiefni fitubrennslu og léttingu um helming í samanburði við þá sem voru á hitaeiningalitlu mataræði. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að í levsín og B6 yki léttingu og fitubrennslu um 50-80% þegar þessi bætiefni væru tekin samhliða hitaeiningalitlu mataræði.
(Diabetes Metabolic Syndrome and Obesity, 6: 309-315, 2013)
