Ofursettin (superset) henta ekki sérlega vel til þess að byggja upp hámarksstyrk og kraft, en þykja heppilegri til þess að byggja upp vöðvamassa.
Kosturinn við svonefnd ofursett er að hægt er að æfa einn vöðvahóp á meðan annar er hvíldur. Taka t.d. fótabekk fyrir framan til skiptis með fótabekk fyrir aftan. Vaxtarræktarmenn notast gjarnan við þessa æfingaaðferð vegna þess að tíminn nýtist betur, álagið er meira í æfingunum og árangurinn meiri að þeirra mati.
Áðurnefndur Daniel Robbins svið Háskólann í Sydney í Ástralíu hefur yfirfarið hinar ýmsu rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum ofursetta. Flestar rannsóknirnar sem gerðar hafa verið á ofursettum benda til þess að áhrifin séu til hins betra umfram hefðbundin sett. Helsti gallinn sé sá að vöðvahópurinn sem er í hvíld á meðan annar er tekinn hvílist ekki jafn vel og í hefðbundnum settum.
Þegar fótaæfingarnar áðurnefndu fyrir framan og aftan eru teknar saman svo dæmi sé tekið, hvílist annar vöðvahópurinn ekki fullkomlega vegna þess að hann tekur þátt í átakinu í mótæfingunni þó átakið sé að mestu á öðrum vöðvum. Ofursettin henta þar af leiðandi ekki sérlega vel til þess að byggja upp hámarksstyrk og kraft, en þykja heppilegri til þess að byggja upp vöðvamassa. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hóflegar þyngdir, teknar oft – örva vöðvauppbyggingu betur en miklar þyngdir teknar sjaldan. Ofursettin henta því flestum sem eru fyrst og fremst í ræktinni til þess að brenna og byggja upp vöðvamassa en eru ekki endilega að stefna á keppni í kraftlyftingum eða íþróttagreinum sem krefjast sprengikrafts.
(Journal Strength and Conditioning Research, 24: 2873-2882, 2010)