Það að vera mjög duglegur við að mæta í æfingastöðina og taka á getur haft ofþjálfun í för með sér. Ofþjálfunin felur ekki einungis í sér að árangurinn láti á sér standa, heldur getur heilsunni hrakað.Þegar ofþjálfun er annars vegar getur mótefnakerfi líkamans hrakað og haft það í för með sér að líkaminn verður varnarlausari gagnvart flensum og pestum sem ganga. Það er því mikilvægt að kunna að hvíla sig á milli þess sem teknar eru góðar æfingar. Þarna á milli ríkir hárfínt jafnvægi sem hver og einn verður að læra á gagnvart sjálfum sér. Ef þú ert búinn að æfa lengi og árangurinn stendur í stað er ekki ólíklegt að ofþreyta sé ástæðan. Þá er kominn tími til að breyta um æfingaáætlun og hvíla meira. Æfðu vel, en af skynsemi.
