Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna sendi nýverið frá sér skýrslu þar sem fram kemur að offeitir eru umtalsvert líklegri en grannir til að deyja í umferðarslysi. Hættan eykst í hlutfalli við aukna offitu. Offeitar konur eru í sérstaklega mikilli hættu. Talið er að þessi aukna hætta sem fylgir aukakílóunum í umferðinni hafi með það að gera að bílar eru ekki endilega hannaðir fyrir offeitra hvað öryggismál varðar. Sömuleiðis kann að vera að verra heilsufarsástand offeitra hafi þýðingu þegar slys gerast.
(Emergency Medical Journal, vefútgáfa 21. janúar 2013)