Æfingar og átök sem fela í sér lengingu vöðva mynda meiri strengi en þær sem byggjast á vöðvasamdrætti. Það að ganga niður stiga eða láta stöng síga niður á brjóstkassann í negatífum lyftulotum myndar þannig meiri strengi en að ganga upp stiga eða ýta stönginni upp. Þegar byrjað er að stunda æfingar fá menn strengi þar til vöðvar hafa aðlagast álaginu. Þegar strengir knýja dyra eru hinsvegar fá ráð sem duga til að draga úr þeim. Kæling, bólgueyðandi lyf eða hiti flýta ekki fyrir því að strengirnir hverfi. Aftur á móti hafa nokkrar nýlegar rannsóknir bent til að nudd í kjölfar erfiðra æfinga dragi úr strengjum, sérstaklega ef nuddað er strax að lokinni æfingu. Áströlsk rannsókn sýndi fram á að nudd liðkar upp vöðva, jafnvel hjá þeim sem stunda ekki æfingar. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart en ánægjulegt er þó að fá staðfestingu á hlutverki nudds í að draga úr strengjum. Vísindamennirnir mældu liðleika kálfavöðvana með sónar. Mælingarnar gáfu til kynna að stirðleikinn minnkaði einungis tímabundið en virkaði engu að síður.
(Scandinavian Journal of Medicine Science Sports, vefútgáfa 8. Desember 2014)