Það fer ekki framhjá þeim sem það reyna að nudd er svo sannarlega gott fyrir sálina og slökun eftir erfiðan dag. Nudd gerir hinsvegar takmarkað gagn við að flýta fyrir hvíld og endurnæringu vöðva. Þetta kemur fram í safngreiningarrannsókn þar sem 22 rannsóknir voru endurskoðaðar af vísindamönnum við Saarland Háskólann í Saarbrucken í Þýskalandi.
Nudd virkaði best í kjölfar æfinga þar sem styrkur og þol fór saman. Nudd sem varaði lengur en 5-12 mínútur skilaði meiri árangri en styttra nudd og óþjálfað fólk hafði meira gagn af nuddi en þrautþjálfaðir íþróttamenn. Vísindamennirnir drógu þá ályktun að nudd hefði lítil og breytileg áhrif á orkuheimt vöðva.
Aðrar rannsóknir hafa bent til að nudd dragi úr strengjum eftir ákveðnar æfingar, sérstaklega þar sem vöðvi lengist í átakinu eins og t.d. þegar gengið er niður stiga – ekki upp. Ennfremur hefur nudd gagnast vel við sársauka í baki og ýmsum kvillum en það hefur hinsvegar minniháttar áhrif á flýta fyrir endurnæringu og hvíld vöðva.
Þörf er á mun ítarlegri rannsóknum á nuddi enda sverja margir fyrir að nudd sé allra (margra) meina bót.
(Sports Medicine, vefútgáfa 7. janúar 2016)