Með því að borða prótínríka fæðutegund eða bæta prótíni í máltíð minnkar matarlyst og þegar upp er staðið borðar fólk minna. Samkvæmt íranskri rannsókn hafði mest áhrif á matarlystina að borða 65 grömm af mysuprótíni hálftíma fyrir aðalmáltíð dagsins eða 60 grömm af sojaprótíni. Áhrifin voru meiri á mittismál, matarlyst, hitaeiningafjölda og líkamsþyngdarstuðul. Rannsóknin sýndi að það breytir fæðuvenjum að borða prótín fyrir máltíð og að mysuprótín hafði meiri áhrif en sojaprótín.
