Tengsl eru á milli mjólkurneyslu og lægra fituhlutfalls og lægri líkamsþyngdarstuðuls. Flestar rannsóknir á mjólkurvörum sýna að það hafi engin sérstök áhrif á léttingu að borða mjólkurvörur í niðurskurði umfram aðrar fæðutegundir. Kevin Laugero og félagar við Háskólann í Kaliforníu við Davis komst að því að mjólkurvörur hjálpuðu fólki sem var með eðlilegt magn af kortísól hormóninu að léttast. Í niðurskurði hitaeininga lækkar kortísól hjá flestum en það veldur því að fólk á erfiðara með að léttast. Fólk er misjafnt og það sem gerist þegar mjólkurvörur eru hluti af niðurskurðarmataræði er að magn kortísóls verður eðlilegt hjá sumu fólki. Fyrir vikið verður meira jafnvægi á matarlyst og létting verður auðveldari. Mjólkurvörur hjálpa því sumu fólki að léttast með því að jafna út kortísólmagn líkamans. Við erum hinsvegar ekki öll eins og því eru mjólkurvörur sumum nauðsynlegri en öðrum.
(ScienceDaily, 15. janúar, 2013)