Eftir erfiðar æfingar verða vöðvar og liðamót stundum aum og strengir leggja sitt af mörkum til að valda eymslum á hinum og þessum stöðum í líkamanum. Það eru mikil mistök að taka verkjalyf til að ráða bót á eymslunum. Því miður taka sumir verkjalyf á borð við Ibuprófen og önnur sem innihalda acetaminófen vegna verkja.

Samkvæmt könnun sem gerð var af Todd Trapp og Eileen Weinheimer við Ball State háskólann í Mucie í Indiana kom í ljós að bæði lyfin hamla nýmyndun vöðva eftir styrktarþjálfun. Lyfin koma í veg fyrir myndun cyclooxygenasa (COX) sem gegna því hlutverki að örva framleiðslu bólgumyndandi efna sem kallast prostaglandín.

Bólgur geta valdið verkjum en þær eru fullkomlega eðlileg leið líkamans til að takast á við frumuskemmdir og ertingu. Ákveðnar bólgur gegna mikilvægu hlutverki til að nýmyndun prótína eigi sér stað eftir þjálfun. Það er því afar óskynsamlegt að nota ibúprófen eða acetamínófen að staðaldri eftir æfingar. Verkir eru eðlilegir upp að vissu marki og það sagði enginn að það yrði auðvelt að byggja upp vöðvamassa og aukinn styrk. Ef ætlunin er að byggja upp styrk er því vissara að forðast þessi lyf.

(American Journal of Physiology Regulatory, Integrative and Comparative Physiology, 292: R2241-R2248)