Það freistar margra að fara á kolvetnalágt mataræði að vísbendingar eru um að fyrstu sex mánuðina léttist fólk örlítið meira en á hefðbundnu blönduðu mataræði. Íþróttamenn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara á kolvetnalágt mataræði því margt bendir til að það séu mistök. Allar rannsóknir síðan 1960 hafa sýnt fram á að kolvetni eru aðal orkugjafi líkamans þegar átök fara yfir 65% af hámarksátaki. Þol minnkar töluvert á kolvetnalágu mataræði, sérstaklega þegar æft er oft með stuttum hléum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Brasilíu þar sem afkastageta karlmanna var mæld í átökum í æfingatækjum og þol þeirra minnkaði líka. Upplifun þeirra sem tóku þátt í rannsókninni var hinsvegar óbreytt. Það skipti engu hvort menn voru á kolvegnalágu mataræði eða ekki. Þeir tóku ekki eftir neinni breytingu á líðan. Mönnum líður því ekki endilega verr á kolvetnalágu mataræði en getan til að æfa jafn vel og áður minnkar. Ef þú ert að æfa mjög mikið þarftu því að borða kolvetni.
(International Journal Sports Nutrition Exercise Metabolism, 24: 532-542, 2014)