Fólk sem fylgir Miðjarðarhafsmataræðinu er með lægri líkamsþyngdarstuðul en samanburðarhópar. Líkamsþyngdarstuðullinn er oft notaður til að meta líkamsástand en stuðullinn tekur tillit til hlutfalls þyngdar, hæðar og mittismáls.
Miðjarðarhafsmataræðið byggist á fiski, ferskum ávöxtum, grænmeti, mögru kjöti, ólífuolíum og öðrum ein- og fjölómettuðum fitusýrum og korni.
Þetta mataræði er talið draga úr svonefndu lágþéttnikólesteróli (LDL) sem er í daglegu tali nefnt „vonda“ kólesterólið og þar sem lítið er af einföldum kolvetnum (sykri) eru sveiflur í blóðsykri litlar.
Mataræðið hefur ekki áhrif á insúlínviðnám en viðheldur langvarandi jafnvægi í insúlíni og blóðsykri.
Mikill fjöldi rannsókna segir okkur að yfirgnæfandi líkur eru á að Miðjarðarhafsmataræðið stuðli að góðri efnaskiptaheilsu, er fyrirbyggjandi gagnvart offitu og lengir hugsanlega lífið.
(Clinical Nutrition, 34: 1266-1272, 2016)