Það kann hver og einn að hafa sína skoðun á því hver munurinn er á því að hlaupa innandyra á hlaupabretti eða úti þar sem landslags nýtur við. Það kemur okkur vissulega í gott form að hlaupa á hlaupabrettum.
Kannanir benda hinsvegar til þess að það að hlaupa úti komi okkur þar að auki í betra skap heldur en hlaupabrettið. Rannsóknin sem hér er vísað til var framkvæmd þannig að þátttakendur voru látnir ganga á hlaupabretti um leið og þeir horfðu á myndir af annað hvort íbúðarhverfum eða náttúrunni. Þeir sem horfðu á myndir af náttúrunni voru með lægri blóðþrýsting, aukna orku, meira sjálfstraust og voru í betra skapi. Líklega kemur þessi niðurstaða engum á óvart. Þetta segir okkur hinsvegar að drífa okkur stundum út að skokka þegar vel viðrar í það minnsta.