Frumur sem mynda æðaveggi eru mikilvægar fyrir allt frá viðhaldi standpínu til blóðflutnings til heilans. Umræddar frumur safna til sín efni sem kallast nituroxíð sem opnar blóðfrumur og eykur þannig blóðflæði. Kynlífið eða jafnvel hæfileikinn til þess að hugsa hratt getur orðið fyrir áföllum ef þessar frumur eru ekki heilbrigðar. Kyrrseta, fituríkt fæði, einföld kolvetni, hár blóðþrýstingur og magafita valda truflun á eðlilegri starfsemi þessara frumna. Samkvæmt Framingham rannsókninni sem byrjað var að gera á fimmta áratugnum og er langtíma rannsókn, hefur komið í ljós að andlegir hæfileikar karlar sem eru feitir um mittið og hafa of háan blóðþrýsting eru minni en ella. Helst geta menn sér þess til að þessir áhættuþættir hafi áhrif á blóðstreymi til heilans sem aftur dregur úr andlegri getu og eykur jafnframt áhættuna á heilablóðfalli.
(International Journal of Obesity, 27: 260-268, 2003)