Við íslendingar eigum því að venjast að tala um fiskolíur sem lýsi og Lýsið sem er líklega eitt almennasta fæðubótarefnið sem við þekkjum er unnið úr fiskolíum.
Ein stök fiturík máltíð hefur þau áhrif á líkamann að æðarnar í blóðrásarkerfinu stífna og framleiðsla æðaveggjana á nituroxíði minnkar. Nituroxíð er efni sem er nauðsynlegt til þess að blóðflæði haldist eðlilegt í líkamanum. Það er framleitt af frumum innan í æðaveggjum.
Þekkt er að dauðsföll sem tengjast hjartasjúkdómum eru tíðari í kjölfar fituríkrar máltíðar. Christopher Fahs og félagar við Háskólann í Illinois í Bandaríkjunum komust að því að hægt er að verja heilbrigði æða og koma í veg fyrir að þær stífni eftir þunga og fituríka máltíð með því að taka fiskolíur með máltíðinni (1 g EPA og DHA).
Hér er ekki verið að tala um langtímaáhrif, heldur áhrif sem skila sér strax miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Við íslendingar eigum því að venjast að tala um fiskolíur sem lýsi og Lýsið sem er líklega eitt almennasta fæðubótarefnið sem við þekkjum er unnið úr fiskolíum. Lýsi er s.s. bæði almennt heiti á olíu sem unnin er úr fljótandi fitu fisks og sjávarspendýra og heiti á fæðubótarefninu Lýsi sem framleitt er af fyrirtækinu Lýsi hf. Bandaríkjamenn tala hinsvegar einfaldlega um fisk- og omega olíur. Hér er því verið að tala um sama hlutinn.
Öll eigum við það til að borða þungar og fituríkar máltíðir, ekki síst þegar mikið stendur til. Sumir reyndar oftar en góðu hófi gegnir. Miðað við niðurstöður þessara rannsókna ætti að vera ráðlegt að taka lýsi með máltíðinni. Það gæti bjargað lífi.
(Applied Physiology Nutrition Metabolism, 35: 294-302, 2010)