Það hefur jákvæð áhrif á blóðfituprufur að borða lax tvisvar í viku samkvæmt rannsókn sem gerð var við Minnesotaháskóla undir stjórn Susan Raatz. Magnið skipti máli því blóðprufurnar komu betur út eftir því sem meira var borðað af laxi. Samkvæmt niðurstöðunum minnkaði þríglýceríðblóðfitan og háþéttnikólesterólið (góða kólesterólið) jókst. Einnig voru merkjanleg jákvæð áhrif á lípóprótínmólekúl sem eru mikilvægur þáttur í að draga úr hættunni á kransæðasjúkdómum. Lax á því vel heima í mataræði umhugað er um hjartað.
(Nutrition Research, 39:899-906, 16)



















