Flestar æfingastöðvar hafa fært sig í auknum mæli í þá átt að notast við ýmsar vélar og tæki og hafa samhliða fækkað lausum lóðum og stöngum í tækjasalnum. Lausum lóðum verður þó seint úthýst úr æfingasalnum þar sem þau búa yfir kostum sem tækin geta ekki boðið upp á. Takmark hvorutveggja er það sama uppbygging vöðva, styrking beina og liðamóta og fitubrennsla.
Tæki búa yfir þeim kosti að hægt er að lyfta þyngd í beinni línu eða ákveðnum ferli og kosturinn við þau er að oft er hægt að breyta ferli lyftunnar sem ekki er hægt sé lyft með lausum lóðum og þannig má gjarnan ná vöðvaátaki sem ekki næst að öllu jöfnu. Kosturinn við lausu lóðin er hinsvegar sá að þau geta æft vöðvahópa í gegnum fjölbreyttar hreyfingar ekki einungis í beinni línu. Það er ekkert sem heldur stönginni á sínum ferli og því þarf á meiri samhæfingu og jafnvægi að halda.
Yfirleitt ná menn meiri árangri í vöðvauppbyggingu með lausum lóðum vegna þess að fleiri vöðvahópar koma oftast við sögu til þess að framkvæma lyftuna. Hinsvegar er gallinn sá að slysa- og meiðslahætta er meiri en þegar æft er í tækjum.