Þeir sem hafa lést um meira en 15 kíló og viðhaldið þeirri léttingu í meira en eitt ár eiga eitt mikilvægt atriði sameiginlegt.

Vaxtarhormón gegnir mikilvægu hlutverki á uppvaxtarárunum en mikilvægi þess fyrir fullorðna er ekki síður mikilvægt vegna áhrifa þess á efnaskipti fitu, prótína og kolvetna.


Eldhúsið ræður oftast meiru um örlög aukakílóana en iðkun æfinga nema æfingarnar séu þess meiri. Æfingar og hreyfing skila miklum árangri í fitubrennslu en skilyrðið er að æfa þarf mikið og lengi til þess að árangur sé umtalsverður.


Þeir sem hafa lést um meira en 15 kíló og viðhaldið þeirri léttingu í meira en eitt ár eiga eitt mikilvægt atriði sameiginlegt. Mikill meirihluti þeirra stundar æfingar og hreyfingu í eina klukkustund á dag hið minnsta.


Vaxtarhormón gegnir mikilvægu hlutverki í úrvinnslu líkamans á fitu og kann sömuleiðis að vera mikilvægur þáttur í léttingu hjá þeim sem stunda æfingar til lengri tíma. Vísindamenn við Háskóla Norður-Kaólínu í Greensboro kynntu fyrir skömmu niðurstöður rannsókna sem sýndu fram á að magn vaxtarhormóna jókst í réttu hlutfalli við tímalengd þolæfinga. Magnið jókst jafnt og þétt á milli 30, 60 og 120 mínútna langra æfinga.